Terminal Velocity er hraður hasarleikur þar sem þú flýgur framtíðar flugvél og leysir ýmis verkefni. Þú drepur vondu kallana að sjálfsögðu :) Vopnauppfærslur, vélauppfærslur, og fleiri bætingar er hægt að taka eftir að hafa eytt ákveðnum byggingum. Verkefnin eru svolítið endurtekningasöm. Þú átt vanalega að eyða nokkrum byggingum og fara að endanum. Besti hluturinn við þennan leik er líklega flugmódelið, sem er mjög aðlaðandi. Leikjavélin er mjög vel gerð, þannig að þú getur notið ánægjunnar við að fljúga nálægt jörðinni eða fyrir ofan skýin. Tónlistin og hljóðin eru vel fullnægjandi. Eini hlutinn sem mér líkar ekki við leikinn er óendanlegur fjöldi óvina. Ég er vanalega duglegur þegar ég er að spila leiki, þannig að ég myndi venjulega eyða öllum óvinunum, og svo klára verkefnin, en í þessum leik er það einfaldlega ekki hægt. Þú þarft bara að skjóta þér leið í gegn og hugsa ekki um óvinina fyrir aftan þig. Samt, þá er leikurinn nokkuð ávanabindandi og þú munt ekki gefast upp auðveldlega. Það er búið að vara þig við :)