Ári eftir að Monkey Island 1 eða The Secret of Monkey Island kom út, kemur út Monkey Island 2 eða LeChuck's Revenge! Framhöld af frábærum leikjum eru oftast léleg, eða ekki jafn góð og fyrri leikurinn, en þetta virtist ekki raunin með Monkey Island seríuna! LeChuck's Revenge er jafn hugmyndafullur, ferskur og skemmtilegur og fyrsti parturinn. Draugar, ókunnir staðir, bráðfyndin samtöl og óvæntir atburðir eru í gegnum allan leikinn. Þú vilt hreinlega klára hann strax.
Grafíkin, hljóð og spilun eru öll á hreint frábæru stigi. Allt er eins og það ætti að vera. Svo, sama reglan og gildir fyrir fyrri partinn gildir hér: kaupa og spila spila spila!! :)