Þrátt fyrir einfaldleikann, þá er þessi leikur mjög skemmtilegur. Þú stjórnar skíðamanni og færð að keppa í allskonar áskorunum. Fjölbreytileikinn í leiknum er aðal kosturinn. Þú getur farið á snjóbretti, gert allskonar stökk, brunað niður brekku í göngum, reynt þitt besta í bruni eða einfaldlega skotið niður börn og allskonar dýr með snjóboltum. Grafíkin er ásættanleg, en PC hátalara hljóðin geta orðið frekar pirrandi, svo ég mæli með því að nota sound blaster eða bara ekkert hjóð. Semsagt, þetta er mjög skemmtilegur leikur, bæði fyrir börn og fullorðna!