Þessi leikur, gefinn út af Disney Software árið 1994, varð mjög vinsæll á skömmum tíma. Það var mestmegins að þakka frábærri grafík og hljóði. Þetta var einn af fyrstu leikjunum sem buðu upp á stafræna tónlist, byrjunin á vel þekktu lagi úr Aladdin, "A Whole New World". Einnig er fullt af frábærri tónlist í gegnum leikinn, sem bætir miklu við andrúmsloftið. En þrátt fyrir útlitið, vantar betra leikkerfi. Fyrstu dagana er þetta gaman, en eftir það verður leikurinn fljótlega leiðinlegur. Ein ástæðan er sú að það þarf að spila leikinn frá byrjun í hvert skipti (það er enginn save/load möguleik). Það eru svokallaðir "restart points" sem við höfum séð í mörgum leikjum. Það þýðir að þú færð að byrja á ákveðnum stað ef þú missir líf. Markmið leiksins er að bjarga Jasmín prinsessu. Á leiðinni verða á vegi þínum margskonar óvinir. Til að verja þig, hefur þú epli sem þú getur kastað á óvinina, og sverð sem virkar bara í návígi. Semsagt, þessi leikur fær góða einkunn þegar það kemur að grafík og hljóði, en leikkerfið er óviðunandi. (Athugið: hljóðið gæti virkað illa þegar leikurinn er opnaður í Windows).